top of page

Nærandi list

YANTRA PAINTINGS ~ YÖNTRUMÁLVERK eftir listahjónin Helgu og Viðar sameina fallega og ríkjandi liti með listrænni útfærslu á hinu forna og heillavænlega Sri Yantra-tákni. 

 

YÖNTRUMÁLVERKIN hjálpa okkur

að upplifa núvitund í lífi og starfi.

 

 

Leyfðu góðri og heilnæmri orku að streyma til þín og þinna  

Hvert YÖNTRUMÁLVERK magnar upp fallega og hagstæða orku í því rými sem það er staðsett í.

 

Grunnlitir verkanna hafa bæði jákvæð og upplífgandi áhrif á okkur. Einnig er hægt að upplifa mikla ró við að virða fyrir sér Sri-Yöntruna í miðjunni, en hún táknar fullkomið jafnvægi á milli þess karl- og kvenlæga innra með okkur og í heiminum öllum.

Fyrir heimili og fyrirtæki
Skapaðu stórkostlegt andrúmsloft í hverju herbergi

YÖNTRUMÁLVERKIN eru tilvalin á veggi hvers kyns vinnustaða því þeim fylgir sérlega þægileg orka sem hefur áhrif á lund og líðan starfsmanna og viðskiptavina.

 

Við vitum að þér er umhugað um heilsu og vellíðan fólksins sem þú vinnur með og átt viðskipti við.

 

Að vera með YÖNTRUMÁLVERK á vinnustaðnum getur 

hjálpað þér og samstarfsfólkinu þínu að upplifa núvitund í vinnunni. Núvitund dýpkar ánægju og gleði á vinnustað og styður við þá upplifun að finna fyrir velgengni, frelsi og vexti í starfi ~ að finna að allir vegir séu manni færir og að lífið virkilega auðgi mann, sé gefandi og nærandi. 

Samhljómur  Friður               Jafnvægi  Velgengni

ÍSLENSK LISTAVERK

YÖNTRUMÁLVERKIN eru úr smiðju listahjónanna Helgu Sigurðardóttur og Viðars Aðalsteinssonar. Þau eru búsett í Hveragerði og eru málverkin til sýnis og sölu þar.

 

BÓKIÐ SKOÐUN HJÁ HELGU

S.691-1391

Helga og Viðar fá pantanir bæði hér heima og erlendis frá og eru glöð með að geta boðið FRÍA HEIMSENDINGU Á YÖNTRUMÁLVERKUM UM ALLT LAND OG Á HEIMSVÍSU.

(Síða Yöntrugallerísins er á ensku)

Um Yöntrulistaverkin

ÖLL YÖNTRUMÁLVERKIN ERU Í SÖMU STÆRÐ, 100 x 100 sm.

HVERT VERK KOSTAR 230.000. (2021)

LISTAHJÓNIN HELGA OG VIÐAR eru tvíeykið að baki listakonseptinu YANTRA PAINTINGS eða YÖNTRUMÁLVERK á íslensku, en þau kynntu málverkin fyrst til sögunnar á Menningarnótt 2012 þar sem þau fengu mjög góðar viðtökur.

 

Yöntrumálverkin eru seld hér heima og á alþjóðavísu og eiga verkin sér eigendur m.a. í Englandi, Kanada, Bandaríkjunum, Indlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Málverkin eru seld bæði inn á heimili og vinnustaði, en gefandi orka verkanna á vel við hvarvetna þar sem þjónusta við viðskiptavini fer fram, jafnt í gistirýmum, á jógastöðvum sem og læknastofum þar sem jákvæð og gefandi áhrif  verkanna eiga vel við.

 

Málverkin eru unnin eftir innri íhugun og tengingu við heilandi strauma miðjutáknsins, sem og eiginleika þeirra lita sem prýða hvert og eitt verk. Málverkin höfða sérstaklega til þeirra sem kjósa að hlúa vel að sér og vilja upplifa áþreifanlega hamingju og grósku í sínu lífi. Hægt er að lesa frekar um Helgu og Viðar hér. (Textinn er á ensku)

 

YÖNTRUMÁLVERKIN sameina fallega og ríkjandi liti með listrænni útfærslu á hinu forna og heillavænlega Sri Yantra tákni. Hvert verk magnar upp fallega og hagstæða orku í því rými sem það er staðsett í.

 

SRI YANTRAN, hið helga verkfæri, er afar fornt tákn frá upphafi vedískra tíma og kölluð móðir allra yantra. Yantran er rúmfræðileg og hægt er að nota hana sem tæki til mannræktar og hugleiðslu. Andlegt ferðalag mannsins frá veraldlegri tilvist til æðstu uppljómunar er kortlögð  í Sri Yöntrunni.

 

SRI YANTRAN stendur fyrir fullkominn samhljóm þess helga karl- og kvenlæga og sýnir því Sri Yantran hreina tæra ást og sköpun. Hún stendur fyrir hinu tímalausa lögmáli sköpunarinnar og birtingu hennar á öllum sviðum lífsins, frá kjarna alverunnar. Með þá athygli að leiðarljósi er hún notuð sem farvegur íhugunar, jafnvægis og samhljóms í daglegu lífi.

 

MIÐJUKJARNINN, kallaður bindu, stendur fyrir yfirskilvitlegri einingu og uppsprettu sköpunar.  Hinir andstæðu þríhyrningar tákna hið karl- og kvenlæga lögmál sem skapar allt og er upplifað sem tjáning andstæðra eðlislægra krafta í skapandi afli kjarna uppsprettunnar.

 

HVER LITUR ber með sér ákveðna orku og tíðni, og getur því virkað mismunandi á fólk. Mikilvægt er að meta hvert málverk með tilliti til þess. Hægt er að fá ráðgjöf um litaval, og ef þess er óskað er hægt við kaup að máta mismunandi liti inn á heimilið eða vinnustaðinn.

 

Follow us onFacebook

Inspiration • Insights • Beauty • Wisdom 

Questions?
bottom of page